25.8.2008 | 13:33
Kommon
Skil svo sem af hverju allir eru svona æstir en mér fannst þetta nú ekkert svakalegt. Svona hegðun hefur viðgengist lengi, er það ekki annars? Hef sjálf oft orðið vitni að svona löguðu.
Skondinn munurinn á að lesa fréttina og sjá svo myndbandið. Þegar ég las fréttina var ég alveg jafnreið og flestir hinna en þegar ég sá myndbandið fór ég eiginlega bara að hlæja. Það er ekki einn einasti bíll þarna, bara nokkrir krakkar sem virðast hafa gaman að þessu frekar en hitt. Hver er glæpurinn? Fyrir hvað á að sekta ökumanninn nákvæmlega? Akstur af gáleysi? Missa prófið - plíííís. Ökumenn leggja hvern annan í miklu meiri hættu með því að svína fyrir, gefa ekki stefnuljós osfrv.
Ég get verið alveg sammála þeim sem vilja að ungir ökumenn hafi ekki kost á að kaupa of kraftmikla bíla. En það væri líka fínt að setja upp aðstöðu fyrir unga ökumenn svo þeir geti æft sig almennilega án þess að vera fyrir okkur hinum í umferðinni. Ekkert þægilegt heldur að vera alltaf fyrir öllum hinum
Ofsaakstur á skólalóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var vel til í dæminu að þeir misstu stjórn á bílnum og hreinlega keyrðu inn í krakkahópinn eða á bygginguna. Hættan á því er miklu meira en nóg til að taka þá úr umferð. Hann er þar að auki inná einkalóð.
Maður hefur séð myndir af netinu þar sem fólk missir stjórn á bílum og keyrir á veggi og annað þegar þeir eru að gera nákvæmlega jafn "saklausan" hlut og þarna. Fyrir mig er þetta ekkert annað en að valda almannahættu. Það er hægt að kæra þessa stráka fyrir ansi mikið.
Sigurgeir (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 13:50
Ertu nokkuð móðir bílstjórans? Hefðirðu HLEGIÐ líka ef eitt af þessum krökkum sem þarna voru í hættu, hefðu orðið undir bílnum? Miðað við þessi skrif þín ,er ekki að undra að þú skrifir undir nafnleynd!! Hver mundi ekki skammast sín fyrir að skrifa svona afkáralega bjánalega eins og þú gerir í þessu tilfelli!!!!!!!!
Himmalingur, 25.8.2008 kl. 14:02
Hver er glæpurinn? Fyrir hvað á að sekta ökumanninn? Ertu virkilega svona einföld. Þarna eru börn að leika sér og bílstjórinn hefði auðveldlega geta misst stjórn á bílnum og keyrt á börnin með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þú ert sennilega með þeim fáum sem geta hlegið af þessu.
xxx (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 14:10
Fyrst var ég sammála þér en Eftir að hafa vellt þessu máli fyrir mér, þá finnst mér þetta ótrúlega mikið gáleysi hjá þessum krakkakjánum sem keyrðu spessum sportskrjóði. Ég verð alltaf pirraður þegar einhverjir óharðnaðir gúmmítöfarar gera svona fyir framan börn.. því börn eru fyrir mér eitthvað sem aldrei á að ógna með svona hætti. Það er mín skoðun allaveganna.
Ég tel að það megi sekta þá fyrir að hafa stungið undan lögreglu og að keyra inni á einkalóð í leyfisleysi.
Hitt er að það er kannski algjör óþarfi að krossfesta þessa pilta heldur bara að kenna þeim sína lexiu. Ég held að það sé alveg nóg að hræða úr þeim líftóruna með því að kæra þá og gera þeim grein fyrir að bílar geta verið drápstól og ef þeir ætla að plumma sig í framtíðinni verða þeir að bera virðingu fyrir manslífum.
Brynjar Jóhannsson, 25.8.2008 kl. 14:13
Mér sýnist nú bíllinn vera skuggalega nálægt krökkunum. Ef dekkinn hefðu hætt að spóla eitt augnablikið og fengið grip hefði bíllinn skotist á krakkanum og þau hefði getað orðið á milli bílsins og veggsins. Þetta eru hálfvitar þessir ræflar sem eru að keyra þennann bíl! Það á að taka bílinn af þessu fífli! Ég sé ekkert fyndið við þetta. Það er allt í lagi að gera þetta á stóru opnu plani en við barnaskóla, come on!
Hillll (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 14:16
Hvaða rök eru það að segja að þetta hafi "viðgengist lengi" og að þú hafir orðið vitni að svona? Er þá bara í lagi að gera eitthvað ólöglegt, siðlaust eða hættulegt afþví það hefur verið gert oft áður? Margt ógeðslegt hefur viðgengist lengi en það þýðir ekki að það sé í lagi.
Gullý (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 14:21
svona smá skilaboð til allra moggabloggara sem hafa álíka mikið vit á umferðalögunum og á því hvernig á að tala latínu: það er ekki hægt að svifta menn ökuréttindum fyrir þetta, bara sekta þá, það er ekki hægt að taka bílinn af þeim, það er ekki hægt að setja þá á Klepp né í fangelsi, ef þessir drengir kunna að spóla svona stofna þeir engum í mikla hættu, en þetta er samt sem áður athæfi sem á ekki að stunda þegar fólk er nálægt og ég er alls ekki að hlífa þessum gaurum, mér finnst þetta allt saman frekar heimskulegt
BjörnB (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 14:52
Björn...
Er ekki hægt að kæra ökubílsstjóra fyrir að flýja undan Lögreglu ?
Brynjar Jóhannsson, 25.8.2008 kl. 14:58
Björn: " Ef þessir drengir kunna að spóla svona stofna þeir engum í mikla hættu" segir þú! Ertu ekki að grínast?
Himmalingur, 25.8.2008 kl. 15:08
Það er greinilegt að moggabloggið er að verð hitt nýja barnalandsspjall. Þvílíkt samansafn af nöldrurum og vælukjóum. Þetta eru ungir strákar með smá töffaraskap en ekki morðingjar. Það var engin hætta þarna á ferðum. Og Hilmar þú ert heimskasta fífl sem um getur að vilja taka af þeim prófið ævilangt og gera bílinn upptækann. Hálfviti!!!
Baldur (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 16:03
Baldur: Eignist þú einhvern tíma barn sem ég vona samt ekki,( barnsins vegna ) og barnið verði fyrir bíl svona FÁVITA, verði örkumla eða deyji, ætli þú munir þá ekki skipta um skoðun?! Mesta furða að þú kunnir að skrifa (nema annar skrifi fyrir þig), ef miðað er við þroskhegðunarvangefni þína! Af hverju skrifar þú ekki ath á mitt blogg?
Himmalingur, 25.8.2008 kl. 17:23
Einsog ég sagði í upphafi þá skil ég af hverju fólk er/var æst, ef ég hefði bara sett mig í þau spor að eiga krakka í þessum skóla á þessum degi hefði ég örugglega ekki verið svona róleg. En ég aftur á móti skil líka að það sé voðagaman að spóla svona og fíflast. Ætla ekkert að afsaka það að hafa hlegið að þessari frétt því ég hló, enda búið að blása þetta svakalega upp í textanum en vídjóið stóðst engan veginn samanburð.
OG ppl, reynum svo að elska friðinn og strjúka kviðinn
xxx xxx xxxx, 27.8.2008 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.