14.9.2008 | 10:00
Íslenskir útlendingar
Mér finnst að það þyrfti að vera meira eftirlit með innlfytjendum, án djóks. Þangað til ríkisborgarréttinum er náð. Þeir sem ekki geta bjargað sér á íslensku eftir tvö ár ættu að fara aftur þangað sem þeir komu frá. Ef fólk aðlagast ekki íslensku samfélagi á það að fara heim.
Já, nú segja sumir að Íslendingar hópist líka saman erlendis, t.d. í Danmörku og Svíþjóð. Flestallir geta þó bjargað sér út í búð og erum við ekki heldur með sérþarfir vegna trúarbragða einsog t.d. múslimar (en sú trú er auðvitað mest stunduð í Asíu og Afríku). Fúlt að lögreglan hafi tekið peninginn en ef féð er illa fengið... þá er það væntanlega tekið - sama á við um þýfi og dópgróða.
Væri ekki hægt að koma upp litlu braggahverfi fyrir hælisleitendur? Mér finnst að það ætti að herða lögin. Íslendingar eiga núna í vandræðum sjálfir og þurfum við ekki að byrja á að geta boðið upp á almennilegt stuðningskerfi fyrir innflytjendur áður en við breytumst í Liltu-Bandaríkin. Hlakka til að heyra af því hvernig gengur hjá palestínsku fjölskyldum á Akranesi um jólin eða eftir ársdvöl.
Annað sem kemur fyrir er þegar fólk heldur mann kynþáttahatara einfaldlega fyrir þær sakir að fíla ekki manneskju sem er ekki hvít eða jafnvel bara ekki íslensk. Er eitthvað órökrétt við að maður fíli ekki útlending? Alveg einsog ég fíla suma Íslendinga og þoli ekki aðra (og auðvitað allt þar á milli). Ákkúrat þarna er vandamálið - fólk er of hrætt við segja eitthvað gegn innflytjendum eða jafnvel bara hrætt við að gagnrýna þá vegna þess að þá fær það þennan stimpil á sig. Og við vitum öll hvað Íslendingar geta kjaftað á milli sín. Ég er allavega komin með nóg af því að svona sé notað - næst ætla ég að ráðast á hinn og spurja hvort hann sé á móti mér vegna þess að ég er Íslendingur.
Hvernig viljið þið sjá Ísland í framtíðinni? Viljiði hafa sérmenningarsamfélög á eyjunni? Mörg tungumál - íslenskan víki fyrir t.d. ensku eða tælensku, mandarísku eða hvað sem er talað þar - eða jafnvel pólsku? Ég vil allavega halda í minn menningararf og vil að hlutunum verði breytt, bæði til hin betra fyrir okkur og innlfytjendurna. Þeim mun pottþétt líða betur ef þeir komast inn í þjóðfélagið. Ég veit t.d. í Svíþjóð verðurðu að kunna lágmarkssænsku til að fá vinnu. Af hverju er það ekki sett í lög hér?
Engar fleiri sérmeðferðir útlendinga - ef þeir vilja vera hér, skulu þeir lifa einsog við.
Ísland fyrir Íslendinga (heimagerða sem og áunna).
** Það versta sem ég veit er þegar innflytjendur úthúða landinu sem þeir búa í - traðka á því en búa þar samt. Það gerir mig gjörsamlega tjúllaða að heyra svoleiðis, þá langar mig að taka í viðkomandi og sparka honum heim til sín aftur. Sama á við um þegar fólk lærir ekki tungumál viðkomandi lands.
*** Eitt enn- las fyrir svolitlu síðan að á Bretlandi ætli að taka sérstakt tillit til sharía-laga. Viljum við að slíkt hið sama verði gert hér?
Hælisleitandi mótmælir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.